Upplýsingar um öryggi

Nokkur ráð fyrir barnapössun

Við hjálpum foreldrum í leit þeirra að barnfóstru en vitum einnig að foreldrar vita best hvað hentar þeirra barni/börnum. Barnfóstra.is getur ekki tekið ábyrgð á öllum barnfóstrum sem koma á síðuna. Við viljum mæla með að fara gaumgæfilega yfir prófíla á síðunni og spyrja barnfóstru sem þér líst best á að hitta sig á hlutlausum stað. Taktu ákvörðun út frá hvaða barnfóstra hentar best barni/börnum þínum og út frá reynslu og meðmælum. Barnfóstra.is er með í gildi fjórar reglur til að auka öryggi á síðunni

 • Engar persónuupplýsingar eins og símanúmer, heimilsfang, eða netfang eru birtar
 • Aðeins er hægt að eiga samskipti ef notandi er innskráður
 • Samskipti eiga sér stað í gegnum texta form á síðunni þar sem engar persónuupplýsingar koma fram(eins og símanúmer, heimilsfang, eða netfang)
 • Barnfóstrur geta skráð meðmæli sín og reynslu(til dæmis skyndihjálparnámskeið hjá Rauða Kross Íslands)

Vörn fyrir barnfóstrur

Við erum með eftirfarandi reglur til að auka öryggi barnfóstra

 • Engar persónuupplýsingar eins og símanúmer, heimilsfang, eða netfang eru birtar
 • Hægt er að tilkynna okkur um öll óviðeigandi skilaboð

Vinsamlegast notið eingöngu skilaboðakerfið á síðunni en það eykur öryggi ykkar til muna. Hægt er að gera ráð fyrir að foreldrar sem hafa greitt aðgang á síðuna okkar og þar með gefið okkur upplýsingar um sig, sé alvara á að finna barnapössun.

Öryggisráðstafanir fyrir foreldra

Foreldrar ættu að hugleiða þessar ráðstafanir þegar búið er að finna barnfóstru á síðunni

 • Vera með upplýsingar á hreinu um barnfóstruna sem má finna á síðunni
 • Heyra í meðmælanda barnfóstru

Öryggisráðstafanir fyrir barnfóstrur

Barnfóstrur ættu að hugleiða þessar ráðstafanir þegar búið er samþykkja að passa fyrir foreldra

 • Láttu foreldra/aðstandendur vita að þú sért að fara að passa fyrir foreldri í fyrsta skiptið
 • Gakktu úr skugga um að foreldri sé á bakvið starfstilboðið
 • Ef þú ert óviss fáðu einhvern með þér í fyrsta skiptið

Áttu eftir að finna pössun? Leitaðu hér!