Hvað er barnfostra.is

Velkomin/n!

Barnfostra.is er nýr vefur sem hjálpar foreldrum að finna barnapössun á auðveldan máta.

Flest allir foreldrar vita hversu tímafrekt og erfitt það getur verið að finna pössun. Út frá þeirri ástæðu varð barnfostra.is til, síða sem hjálpar foreldrum að finna pössun á auðveldan máta. Með því að kaupa aðgang geta foreldrar leitað að barnfóstrum á síðunni og einnig haft samband við þær. Ef barnfóstran og foreldrar ná vel saman geta þau síðan myndað samstarf. Teymið á bakvið barnfostra.is stofnaði vefsíðuna Kenna.is, sem er núna orðið stærsta samansafn einkakennara á Íslandi og tengir daglega saman nemendur og kennara.

Endilega búðu til aðgang og fáðu aðstoð ef þig vantar. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða spurningar geturðu sent okkur póst á support@barnfostra.is

bestu kveðjur,

Teymið á bakvið barnfóstra.is

Eiríkur Þór Ágústsson
Hanna Sigrún Sumarliðadóttir

Emil Harðarson

Guðberg Sumarliðason